Emmsjé Gauti frumsýnir „Kinky“

Morgunblaðið/Styrmir Kári

Emmsjé Gauti frumsýnir myndband við fyrsta lag sitt í langan tíma á skemmtistaðnum Dolly í kvöld. Lagið heitir „Kinky“ og er unnið með strákunum í Redd Lights. Veislan hefst klukkan 21. og Reyka Vodka býður upp á léttar veitingar fram að sýningu.

Aðspurður segir Gauti að þó lagið heiti „Kinky“ megi ekki draga of miklar ályktanir út frá því. Stelpur að dilla sér á bikíní séu tímaskekkja og hafi hann lagt upp með að hafa myndbandið stílhreint og skemmtilegt.

Að sýningu lokinni mun Gauti setjast bakvið plötuspilarana og sjá til þess að skemmtunin haldi áfram fram á nótt. 

„Allir sem eru þyrstir eru sérstaklega velkomnir, enda dagur til að gleðjast,“ segir Gauti sem er að vonum spenntur fyrir komandi kvöldi.

mbl.is