Fannst hann ekki verðskulda þetta

Leikarinn Daniel Radcliffe.
Leikarinn Daniel Radcliffe. mbl.is/AFP

Harry Potter stjarnan, Daniel Radcliffe, sagði á dögunum að hann hefði áhyggjur af því að hann yrði ekki tekin alvarlega eftir hlutverk sitt í Harry Potter samkvæmt heimildum Daily Mail. Honum fannst það áhyggjuefni að mögulega fyndist fólki hann hafa óvart orðið mjög frægur eftir að hafa fengið sitt fyrsta hlutverk þegar hann var aðeins 11 ára gamall og að hann ætti það í raun ekki skilið.

Í nýlegu viðtali sagði hann frá því að hann hefði unnið 90 klukkustunda vinnuviku og hefði nánast aldrei fengið frí.

„Þegar þú færð draumahlutverk þegar að þú ert 11 ára og færð ótrúleg laun á unglingsárunum við það að vinna vinnu sem allir væru til í að gera þá er partur af þér sem hugsar, allir hljóta að vera hugsa: Hann bara datt inn í þetta hann er ekkert alvöru leikari,“ sagði Radcliffe og bætti við: „Það hefur tekið mig langan tíma að finnast ég eigi að vera á þeim stað sem ég er á í dag.“

Radcliffe flutti að heiman þegar hann var 17 ára gamall og varð háður áfengi. Hann hætti síðan að drekka en gat ekki hætt að segja við sjálfan sig: „Þér mun mistakast.“

„Ég held að það hafi verið partur af mér sem hafi verið að hugsa. Þetta er allt að fara enda,“ sagði Radcliffe.

Faðir hans hefur hins vegar stutt hann í gegnum tíðina og stappað í hann stálinu er honum fannst hann vera einskis virði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson