Benedikt besti leikstjórinn

Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk …
Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk í myndinni Hross í oss. mbl.is/Golli

Benedikt Erlingsson var útnefndur besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó í dag. Verðlaunin hlýtur hann fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Hross í oss, sem tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar.

Hross í oss hefur nú tekið þátt í tveimur „A“ kvikmyndahátíðum og hlotið leikstjóraverðlaun á báðum þeirra, en Benedikt var valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián.

Næst á dagskrá hjá Hross í oss er þátttaka í Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi þar sem hún mun vera opnunarmynd hátíðarinnar. Hross í oss er einnig framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2014 en Akademían bandaríska mun tilkynna allar tilnefningar þann 16. janúar 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.