Ónefnd ánægja úr gini Úlfsins

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spileríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.

Í símaklefa dagsins tekur stórsveitin Úlfur Úlfur lagið. Það band ættu flestir að þekkja, en sagan segir að þeir séu með heila nýja plötu í bígerð. Úlfur Úlfur spilar tvisvar á Airwaves, á Gamla Gauknum í kvöld klukkan 23:20 og annað kvöld klukkan 01:20 í Þjóðleikhúskjallaranum. Lagið sem þeir tóku í Símaklefanum er nýtt af nálinni og hefur enn ekki hlotið nafn. Þó er aldrei að vita nema frumlegir lesendur lumi á góðum tillögum?

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant