Beikonsmokkar nýjasta viðbótin í ástarlífið

Fáar fæðutegundir njóta líklega jafn mikillar og ýktrar hylli og beikon. Haldnar eru beikonhátíðir, fólk gengur í beikonfatnaði og Alþjóðlega beikondeginum er fagnað víðs vegar um heiminn.

Í þáttunum Epic Mealtime er einnig notast við beikon í nánast hverri einustu máltíð. Fyrirtækið J&D Foods gengur þó líklega skrefinu lengra en flestir þegar kemur að fleskinu. Hjá þeim má nefnilega kaupa beikon svitalyktareyði, beikon smokka, beikon sleipiefni og meira að segja beikon líkkistu.

Fyrirbærin eru þó ekki gerð úr beikoni, en smokkarnir lykta þó og bragðast eins og beikon og það sama á við um sleipiefnið. Svitalyktareyðirinn er að sögn fyrirtækisins hannaður fyrir þá sem svitna „eins og svín“ en varað er við ferðum í óbyggðirnar með ilminn á sér þar sem hann gæti vakið mikla hrifningu rándýra. Líkkistan góða er heldur ekki gerð úr beikoni en hún lítur þó út eins og hin vænsta flesksneið og er hönnuð fyrir þá sem elska beikon „fram í rauðan dauðann“.

Ekki er vitað til þess að vörurnar hafi náð miklum vinsældum hérlendis en það er hins vegar aldrei of seint að tileinka sér beikon lífsstílinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.