Tilnefnd fyrir bókina um Agnesi

Hannah Kent: „Mig langaði til að skrifa sögu Agnesar og …
Hannah Kent: „Mig langaði til að skrifa sögu Agnesar og gera hana mannlega.“ mbl.is/Styrmir Kári

Ástralski rithöfundurinn Hannah Kent er tilnefnd til veglegustu bókmenntaverðlauna Ástralíu fyrir sögulegu skáldsöguna Burial Rites, sem fjallar um líf Agnesar Magnúsdóttir, sem tekin var af lífi árið 1830 fyrir morðið á Natan Ketilssyni.

Verðlaunin eru 125.000 ástralskir dalir, eða sem nemur rúmum 13 milljónum íslenskra króna. Þau verða afhent í janúar.

Útgáfuréttur til 20 landa

Kent segist, í samtali við ástralska vefmiðilinn The Age, vera yfir sig ánægð með hversu góðar viðtökur bókin hefur fengið bæði í Ástralíu og á Bretlandi. „Ég þarf enn að klípa sjálfan mig,“ segir hún. „Rómur hennar hefur borist víða og bóksalar, sérstaklega sjálfstæðir bóksalar, hafa sýnt henni mikinn stuðning.“

Útgáfurétturinn að Burial Rites var seldur til 20 landa áður en fyrsta prentun kom út í Ástralíu. Velgengnin vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að þetta er fyrsta bók Kent. Samkeppnin um verðlaunin er þó hörð, samkvæmt The Age, því ásamt Kent eru 5 þekktir ástralskir höfundar tilnefndir.

Heyrði um Agnesi sem 17 ára skiptinemi

Hannah Kent er 27 ára gömul. Hún bjó á Íslandi í eitt ár sem skiptinemi, þegar hún var 17 ára og hefur síðan komið hingað á 2-3 ára fresti. „Ég verð alltaf að koma aftur. Ég elska þetta land,“ sagði hún í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í janúar.

Hún heyrði söguna af síðustu aftökunni á Íslandi þegar hún dvaldi hér sem unglingur og fylltist samstundis áhuga á Agnesi. „Mér fannst athyglisvert að Agnes var alltaf sett í bakgrunninn og afgreidd sem vonda konan, en Natan og Friðrik voru í forgrunni. Enginn virtist hafa áhuga á sögu Agnesar. Mig langaði hins vegar til að vita meira um líf hennar,“ sagði hún.

„Mig langaði til að skrifa sögu Agnesar og gera hana mannlega, mótsagnakennda og flókna eins og við öll erum. Og reyna líka að útskýra af hverju greind kona eins og hún – og heimildir segja hana hafa verið mjög greinda – var viðriðin morðmál sem var klaufalegt og illa ígrundað.“

Kent vann rannsóknarvinnu bæði á Þjóðskjalasafninu og Stofnun Árna Magnússonar og útkoman varð Burial Rites, sem hún skrifaði heima í Ástralíu.

Burial Rites kom út í Ástralíu og Bretlandi í sumar …
Burial Rites kom út í Ástralíu og Bretlandi í sumar og hefur fengið mjög góðar viðtökur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson