Ferðalag til Íslands vekur athygli

Leikararnir Paul Eenhoorn, Karrie Crouse, og Earl Lynn Nelson eru …
Leikararnir Paul Eenhoorn, Karrie Crouse, og Earl Lynn Nelson eru á Sundance hátíðinni AFP

Kvikmyndin Land Ho! hefur vakið mikla athygli á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum en í myndinni er fjallað um ferðalag tveggja ellilífeyrisþega til Íslands.

Myndin var frumsýnd í gær en hún er í flokknum Next á hátíðinni. Það eru Martha Stephens og Aaron Katz sem skrifa handrit myndarinnar og leikstýra henni en þetta er í fyrsta skipti sem þau eru með mynd á Sundance.

Í Land Ho! er fjallað um ferðalag tveggja karla, sem áður voru mágar, til Íslands, samkvæmt umfjöllun LA Times. Það var Stephens sem átti hugmyndina að því að aðalpersónur myndarinnar færu í ferðalag til Íslands. Aðstandendur myndarinnar voru fimm og hálfa viku á Íslandi, þar af þrjár og hálfa viku við tökur.  Stephens þekkti til Íslands og það var auðvelt að selja Katz hugmyndina.

Umfjöllun LA Times
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson