Gomez vill að Bieber fari í meðferð

Selena Gomez og Justin Bieber á meðan allt lék í ...
Selena Gomez og Justin Bieber á meðan allt lék í lyndi. AFP

Selena Gomez, fyrrverandi kærasta söngvarans Justins Biebers, hefur sett honum úrslitakosti: „Annað hvort ferðu í meðferð eða missir mig að eilífu.“ Þetta er haft eftir heimildarmanni í frétt Hollywoodlife.com en þar er þó tekið fram að hvað sem Bieber ákveði að gera, muni hún styðja hann - en þó hugsanlega aðeins úr fjarlægð.

Í fréttinni er því haldið fram að Gomez hafi rætt við Bieber eftir að hann var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur í síðustu viku. Í því símtali hafi hún sett honum úrslitakosti.

En svo virðist sem Bieber hafi þegar gert upp hug sinn. Hann er í  það minnsta ekki í meðferð í augnablikinu heldur á sólarströnd í Panama með vinum sínum. Meðal þeirra sem eru með í för er fyrirsætan Chantel Jeffries en hún er sögð hafa setið í farþegasæti bílsins hjá  söngvaranum þegar hann var handtekinn fyrir meintan ölvunarakstur í síðustu viku.

Söngkonan Selena Gomez.
Söngkonan Selena Gomez. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.