Japanir í typpaskrúðgöngu

Hér má sjá viðarreðurinn góða.
Hér má sjá viðarreðurinn góða.

Íslendingar eiga kannski reðursafn en Japanir bæta um betur með reðurskrúðgöngu.

Hinn 15. mars ár hvert er 300 kílógramma trétyppi borið um japanska bæinn Komaki á hátíð sem kölluð er Honen Matsuri. Athöfninni er ætlað að fagna vorinu og tryggja góða uppskeru á komandi mánuðum. Frjósemistákn eru algeng í ýmsum menningarheimum en sjaldan ef nokkurn tímann munu þau túlkuð með jafn bókstaflegum hætti.

Á hátíðinni má að sjálfsögðu finna nóg af sake og góðum bjór og er hún fjölsótt af bæði ungum sem öldnum. Miðpunktur hátíðarinnar er að sjálfsögðu viðarreðurinn en eins eru mörg minni typpi sem gleðja gesti um gjörvallan bæinn. Bæði er þar útskorið grænmeti, styttur, teikningar og kerti og nammi í reðurformi. 

Sagan segir að í fyrndinni hafi reiður púki með beittar tennur haldið sig í leggöngum ungrar konu og bitið af getnaðarlim tveggja eiginmanna hennar. Að lokum bjargaði járnsmiður einn málum með því að búa til stálreður sem braut tennur púkans. Þessari fallegu fjölskyldusögu ber að sjálfsögðu að fagna og Japanir láta ekki segja sér það tvisvar.

Girnilegt?
Girnilegt?
Hér er líklega best að segja sem minnst.
Hér er líklega best að segja sem minnst.
Þessi er hátt uppi
Þessi er hátt uppi
Þessir herramenn skarta viðeigandi klæðnaði fyrir hátíðina.
Þessir herramenn skarta viðeigandi klæðnaði fyrir hátíðina.
Einmitt.
Einmitt.
Monitor skilst að þetta séu einhverskonar flautur en lofar þó ...
Monitor skilst að þetta séu einhverskonar flautur en lofar þó engu.
Reðurtákn í faðmi ungmeyja
Reðurtákn í faðmi ungmeyja
Ungi herramaðurinn fylgist skeptískur með aðförunum.
Ungi herramaðurinn fylgist skeptískur með aðförunum.
mbl.is