Fór í Nordjobb til Finnlands

Laufey kunni vel við sig í Finnlandi.
Laufey kunni vel við sig í Finnlandi. KRISTINN INGVARSSON

Laufey Benediktsdóttir var í sumarstarfi í Finnlandi í fyrra í gegnum Nordjobb. Hún segir reynsluna hafa verið gríðarlega góða og mælir hiklaust með henni fyrir annað ungt fólk.

Hvert fórst þú að vinna á vegum Nordjobb?

Ég fór til Finnlands, Helsinki. Maður getur valið nokkra staði og Finnland var einn af þeim. Ég bjó þar þegar ég var yngri og það var voða gaman að koma þangað aftur. Ég kunni ekki finnsku en ég kunni sænsku og það var nóg.

Við hvað starfaðir þú?

Ég var að vinna á elliheimili, á sænskumælandi deild. Ég aðstoðaði fólkið við að fara út að labba, spjalla og spila og hélt því félagsskap. Þetta var sumsé almenn umönnun að mestu leiti.

Fékkst þú mikið út úr þessari reynslu?

Þetta var rosalega gaman og mjög góð upplifun. Sérstaklega að fá að búa ein og þurfa að elda og sjá um allt. Það var mjög gaman og góð reynsla að byrja frá grunni. Það var líka frábært að kynnast nýju fólki frá öðrum löndum.

Ertu ennþá í sambandi við fólkið sem þú kynntist úti?

Já, þetta er afar skemmtilegur hópur. Ég bjó með stelpu frá Svíþjóð þannig að við náðum að kynnast mjög vel.

Hvað var það besta við þessa upplifun?

Það er örugglega bara fólkið og allar þessar sem uppákomur sem Nordjobb skipuleggur. Við fórum í mörg ferðalög og gerðum mikið saman, við fórum til dæmis einu sinni til Eistlands. Við reyndum alltaf að hittast tvisvar í hverri viku, eitthvað um helgar og svo einn virkan dag í viku. Svo gátum við alltaf skipulagt okkur sjálf.

Myndir þú mæla með Nordjobb fyrir annað ungt fólk? Já, alveg hiklaust, þetta var ofboðslega gaman. Það er um að gera að stökkva út í djúpu laugina og prófa. Þetta var bara mjög skemmtilegt sumar.

Var umsóknarferlið flókið eða langt?

Ég sótti um frekar snemma. Það tók mig um tvo mánuði að fá svar en sumir fá eftir tvær vikur. Það er bara mismunandi eftir því hvenær fyrirtækin eru að ráða.

Sóttir þú um sérstakt starf eða var starfi úthlutað til þín?

Ég sótti ekki um neitt sérstakt starf, stundum eru reyndar laus störf auglýst á vefsíðunni en ég sendi bara inn almenna umsókn og valdi svo nokkra hluti sem mér fannst hljóma vel. Starfið í Finnlandi var eitt af þeim og svo var haft samband varðandi sumarstarf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant