Breyttu plastflösku í hleðslutæki

Hugmyndaríkir framhaldsskólanemar voru nýverið verðlaunaðir fyrir lausnir þeirra í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir Marel 2014. Meðal hugmynda var að breyta plastflösku í hleðslutæki sem styrkir vöðva líkamans en um leið hleður hún raftæki í gegnum USB.

Verkefni keppninnar hefur verið það sama frá upphafi en það er að auka virði einfalds hlutar. Í ár var sá hluturinn „flaska“ og þurftu þátttakendur að finna út hvernig hægt væri að útfæra aukið virði flösku.

Snilldarlausnina áttu þeir Garðar Ólafsson og Pálmi Sævarsson frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir hlutu fyrir hana farandgripinn „Skaparann“, 100 þúsund krónur í reiðufé, iPad Mini frá Símanum og gjafakörfu frá Ölgerðinni. Lausnin nefnist „Flöskubroddar“ en það eru mannbroddar gerðir úr stórri plastflösku ásamt áltöppum af glerflöskum.

Þeir Arnar Sveinn Guðmundsson, Aron Máni Símonarson, Baldvin Búi Wernerson, Þórður Örn Stefánsson frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hlutu svo sérstaka viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins fyrir þá lausn sem líklegust er að fara í framleiðslu. Fyrir hana fengu þeir 50 þúsund krónur í reiðufé ásamt gjafakörfu frá Ölgerðinni.

Lausnin nefnist „V-Hleðsla” en þeir breyttu flösku í hleðslutæki sem styrkir vöðva líkamans en um leið hleður hún raftæki í gegnum USB. Snúru er stungið í flöskuna og fer þá fram umbreyting hreyfiorku í raforku.

Besta myndbandið áttu svo þær Sólveig Ásta Einarsdóttir og Þórhildur Þorleiksdóttir frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þær hlutu 50 þúsund krónur í reiðufé ásamt gjafakörfu frá Ölgerðinni fyrir það. Lausn þeira nefnist „Skartgripir” og gengur út á að nota flösku til að skipuleggja skartgripi.

Snilldarlausnir Marel er samstarfsverkefni Klak Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, Marel hf. og Samtaka atvinnulífsins en auk þess veita Ölgerðin og iSíminn þátttakendum verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant