Clooney og Alamuddin gifta sig í Downton Abbey

Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin.
Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin ætla ekki að láta neinn tíma fara til spillis, en þau eru þessa daganna að skipuleggja drauma brúðkaupið sitt. Eftir að hafa ákveðið dag í september til að ganga í það heilaga, eru þau einnig búin að finna fullkomin stað fyrir viðburðinn. Samkvæmt heimildum HELLO! hefur parið ákveðið að gifta sig í Highclere kastalanum, sem Íslendingar ættu að þekkja úr sjónvarpsþáttunum Downton Abbey.

Alamuddin féll fyrir sögulega setrinu, er Clooney fór með hana þangað í óvænt ferðalag í síðustu viku, þar sem hann vissi að hún væri mikill aðdáandi þáttanna.

„Clooney og Hugh Bonneville, sem leikur Robert Crawley lávarð, urðu góðir vinir er þeir léku saman í Monuments Men á síðasta ári,“ sagði heimildarmaður Mail og bætti við: „Clooney hafði samband við Bonneville og bað hann um að sýna þeim kastalann. Alamuddin kolféll fyrir staðnum. Þegar Clooney sá viðbrögð unnustu sinnar, fór hann að grennslast fyrir um hvort að þau gætu látið pússa sig saman í kastalanum. Hann fékk þau svör að það væri velkomið.“

Highclere kastalinn hefur verið heimili Carnarvon fjölskyldunnar síða nárið 1679.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson