Clooney vill hafa brúðkaupið á Ítalíu

mbl.is/AFP

George Clooney og unnusta hans, Amal Alamuddin, sáust í Feneyjum í síðasta mánuði við kvöldverð en talið er að parið sé að leita að stað fyrir brúðkaup sitt sem fram fer í september.

Fréttir bárust að því að parið ætlaði að halda brúðkaupsveislu sína í Highclere Castle á Englandi, sem margir þekkja úr bresku þáttunum Downton Abbey en nú er það ekki talið öruggt. Auk þess hefur lúxusvilla George Clooney við Como-vatn á Ítalíu verið nefnd og Feneyjar. Heimildir herma að Alamuddin hafi þótt staðurinn við Como-vatn of opinber.

George Clooney hefur kynnt sér Feneyjar vel og mætt á kvikmyndahátíðina sem þar er haldin árlega en nú síðast mætti hann á sýningu kvikmyndarinnar Gravity þar sem hann fór með aðalhlutverkið ásamt Söndru Bullock.

Í viðtalið við New York Post‘s Page Six sagði heimildarmaður að parið vilji gifta sig á Ítalíu en að þau þurfi að finna stað sem gefi þeim og gestum þeirra næði. 

Gestalisti brúðkaupsins skartar meðal annars þeim Brad Pitt, Angelinu Jolie, Söndru Bullock og Matt Damon.

George Clooney og Amal Alamuddin trúlofuðu sig í lok apríl á þessu ári eftir að hafa verið saman í sjö mánuði. 

Ef brúðkaupið verður haldið í september, líkt og áætlað er, verður það í kringum eins árs trúlofunarafmæli þeirra.  

George Clooney sást ásamt unnustu sinni í Feneyjum.
George Clooney sást ásamt unnustu sinni í Feneyjum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant