Ferillinn legið niður á við

Charlotte Church
Charlotte Church

Sem 12 ára söngkona seldi hún plötuna „Voice of an angel,“ og ári síðar söng hún á tónleikum fyrir sjálfan páfann. Nokkrum árum síðar, færði hún sig úr klassískum söng yfir í popptónlist, og nú, 16 árum seinna eru peningarnir nánast búnir hjá Charlotte Church. 

Church sló fyrst í gegn sem 12 ára barnastjarna. Árið 1998 kom platan „Voice of an angel“ út og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Söng hún á henni frægar aríur og óperusöngva. Talið er að hún hafi á þeim tímapunkti átt um 5 milljarða íslenskra króna. 

Árið 2005 breytti hún um stíl og gaf meðal annars út lögin Crazy chick og Call my name. Þá fékk hún einnig eigin spjallþátt í sjónvarpi, The Charlotte Church Show. Sama ár kynntist hún rugbý-leikmanninum Gavin Henson og áttu þau eftir að eignast tvö börn áður en þau slitu samvistum árið 2010. 

Nú í dag eru eignir hennar mun lægri, og talið er að hún hafi tapað eða eytt um 3 milljörðum króna, án þess að hafa haft miklar tekjur á móti. Í viðtali við Sunday Times í fyrra viðurkenndi hún að hún eyddi meira en hún hefði efni á. „Ég á nægan pening til þess að lifa eðlilegu lífi það sem eftir er. Ég lifi hins vegar ekki eðlilegu lífi og því verð ég að fara að fá tekjur aftur ef ég á að ná að viðhalda sama lífsstíl.“

„Ég er líka nýbúin að uppgötva að ég þarf ekki að vera söngkona, ég get gert eitthvað annað líka,“ sagði Church sem hyggur á háskólanám í framtíðinni auk þess sem hún stefnir á útgáfu á skáldsögu. Hún hefur þó þegar náð að gefa út tvær ævisögur, á sinni stuttu ævi. 

Charlotte Church söng fyrir páfann á sínum yngri árum.
Charlotte Church söng fyrir páfann á sínum yngri árum. Mynd/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler