Höfnuðu þjóðhátíð tvisvar

Svona leit Quarashi út þegar þeir gáfu út „Mess It …
Svona leit Quarashi út þegar þeir gáfu út „Mess It Up“. Árni Sæberg

Forsprakki Quarashi, Sölvi Blöndal, hefur aldrei farið á þjóðhátíð áður en sveitin kemur saman á ný eftir næstum því áratug í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina eftir að hafa hafnað boðinu tvisvar áður.

„Við gátum slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir Sölvi um ástæður þess að sveitin ákvað að koma saman á ný. „Að fara til Vestmannaeyja, sem við höfum aldrei gert. Og spilað í Dalnum sem okkur er sagt að sé einn flottasti tónleikastaður landsins. Það var erfitt að segja nei, og í þriðja skipti sem bónin barst ákváðum við að skoða málið.

Ég vonast eftir því að sjá lunda, hitta alvöru Vestmannaeyinga, fara í svona hvítt tjald eins og ég hef séð í blöðunum og spila á 20 þúsund mann tónleikum án þess að skadda mig eða aðra,“ segir Sölvi um væntingarnar til fyrstu þjóðhátíðar sinnar.

Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu en í ár eru í fyrsta sinn fáanlegir sérstakir laugardagspassar á þjóðhátíð, áþekkir sunnudagspössunum sem notið hafa mikilla vinsælda síðastliðin ár. Laugardagspassarnir eru seldir í samstarfi við Vodafone en vegleg tónleikadagskrá hefur verið sett saman fyrir kvöldið.

„Er þetta ekki bara allt annað?“ spyr Sölvi þegar hann er spurður hvort laugardagskvöldið komist með tærnar þar sem sunnudagurinn hefur hælana. „Það er virkilega gaman að sjá hversu mikill metnaður liggur að baki dagskránni á laugardeginum. Brekkusöngurinn er örugglega bara fínn, en ég myndi setja mitt atkvæði á laugardaginn.“

Þrátt fyrir hækkandi meðalaldur sveitarinnar segir Sölvi þá félaga eiga nóg inni. „Við erum að spila í einn og hálfan tíma og við munum tjalda öllu sem til er í Quarashi-vopnabúrinu.“

Nýtt lag í september

Fyrr í mánuðinum sagði rapparinn Tiny að ekki væri fræðilegur möguleiki á að hljómsveitin kæmi saman aftur að þjóðhátíð lokinni en Sölvi fullyrðir ekkert slíkt. „Það er góð tilfinning að vera að fara að spila aftur. Hljómsveitin Quarashi er ólíkindatól þar sem allt getur raunar gerst. Ég er orðinn frekar vanur því, og kippi mér lítið upp við hvort við séum að spila í seinasta sinn eða ekki. Ég er hættur að reyna að segja fyrir um þetta,“ segir Sölvi.

Hvað áætlanir eftir verslunarmannahelgi varðar vitnar Sölvi í Jay Z og segir: „On to the next one“. „Það getur vel verið að nýtt Quarashi-lag líti dagsins ljós í september eða jafnvel fyrr. Akkúrat núna er „eftir verslunarmannahelgi“ mjög langt í burtu, en ég veit það að gefinni reynslu að lífið heldur áfram eftir tónleika, meira að segja stóra tónleika.“

Sölvi Blöndal segir nýtt lag hugsanlega væntanlegt í september.
Sölvi Blöndal segir nýtt lag hugsanlega væntanlegt í september. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant