Robin Williams er látinn

Robin Williams var 63 ára að aldri þegar hann lést.
Robin Williams var 63 ára að aldri þegar hann lést.

Bandaríski leikarinn og grínistinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. 

Í tilkynningu frá lögreglu í Marin sýslu í Bandaríkjunum kemur fram að Williams fannst látinn á heimili sínu í Tiburon í Kaliforníu fyrr í dag. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð, en í tilkynningu lögreglunnar kom fram að Williams hafi látist úr súrefnisskorti.

Eiginkona Williams, Susan Schneider, segir í tilkynningu að hún sé „fullkomlega niður brotin.“

„Þennan harmleik ber skjótt að. Fjölskylda hans óskar eftir að einkalíf þeirra verði virt á meðan þau syrgja hann á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa Williams.

Williams barðist við þunglyndi undanfarin ár en hafði einnig talað opinskátt um kókaínfíkn sína á 8. og 9. áratug síðustu aldar. 

Hann er hvað best þekktur fyrir hluverk sitt sem plötusnúður bandaríska hersins í kvikmyndinni Good Morning Vietnam árið 1987, og sem enskukennarinn Herra Keating í Dead Poets Society árið 1989, ásamt því að ljá andanum rödd sína í Disney-myndinni Aladdin árið 1993.

Árið 1998 hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Good Will Hunting.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist mikilli ferða- og ævintýraþrá. Kannaðu hvaða möguleikar bjóðast og hafðu í huga að undirbúningur tekur tíma en marg borgar sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist mikilli ferða- og ævintýraþrá. Kannaðu hvaða möguleikar bjóðast og hafðu í huga að undirbúningur tekur tíma en marg borgar sig.