Gaf spúsa sínum gjafir fyrir 450.000

Amal Clooney gaf eiginmanni sínum glæsilegar gjafir.
Amal Clooney gaf eiginmanni sínum glæsilegar gjafir. AFP

Amal Clooney er strax byrjuð að dekra við eiginmann sinn, George Clooney, en hún keypti handa honum glæsilegar gjafir fyrir 450.000 krónur í tilefni brúðkaups þeirra.

Hin 36 ára Amal keypti 12 handgerð glös handa eiginmanni sínum en hvert glas kostar um 12.000 krónur. Þá splæsti Amal einnig í servíettur úr silki og servéttuhringi handa sínum heittelskaða.

Amal er sögð hafa pantað glösin frá Feneyjum. „George Clooney var svo hrifinn af glösunum en hann og Amal notuðu samskonar glös rétt fyrir brúðkaup sitt. Þau höfðu ekki tíma til að fara að versla á meðan þau voru í Feneyjum þannig að hún pantaði glösin bara handa honum,“ sagði heimildamaður E!.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.