Fyrsta lag Jóhönnu Guðrúnar í tvö ár

Lagið „Find a better man“ er fyrsta smáskífulag hljómsveitarinnar Rok. Með hljómsveitinni syngur Jóhanna Guðrún sem ætti öllum landsmönnum að vera kunn. Þetta er jafnframt fyrsta lag Jóhönnu Guðrúnar í tvö ár, eða frá því hún söng „Mamma þarf að djamma“ með Baggalúti. Mbl.is frumsýnir hér með myndbandið við lagið „Find a better man“.

Lagið fjallar um mikilvægi heiðarleika og raunsæis í samskiptum fólks í samböndum þar sem skiptir máli að horfast í augu við vandann og taka yfirvegaða ákvörðun út frá því. Í stormasömum samböndum verður oft mikið rok og í stað þess að hafa neikvæð áhrif á alla í kringum sig er stundum best að halda áfram í sitthvoru lagi.

Um þetta syngja þau Guðni Þór Þorsteinsson og Jóhanna Guðrún í dúett í fyrsta smáskífulaginu af væntanlegri plötu sem þeir Trausti Haraldsson og Guðni Þór hafa unnið að síðustu 12 mánuði.

Hugmyndin að hljómsveitinni Roki kviknaði þegar Trausti fór á tónleika með hljómsveitinni Kviku og sá Guðna syngja. Eftir tónleikana ákváðu þeir Trausti og Guðni að hittast og á einu ári sömdu þeir 30 lög og er lagið „Find a better man“ fyrsta lagið sem þeir sömdu saman. Lagið útsettu Trausti og Guðni en fengu Örlyg Smárason til að aðstoða við útsetningu og hljóðblöndun.

Eftir ráðleggingar frá Örlygi var ákveðið að hafa samband við Jóhönnu Guðrúnu sem vildi taka þátt í verkefninu enda hrifin af laginu. Pétur Örn Guðmundsson syngur í bakröddum ásamt Jóhönnu Guðrúnu og Guðna.

Myndbandið vann Georg Erlingsson Merritt leikstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson