Vonarstræti hlaut tólf verðlaun

Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis tekur við verðlaunum fyrir leikstjórn ársins.
Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis tekur við verðlaunum fyrir leikstjórn ársins. mbl.is/Styrmir

Kvikmyndin Vonarstræti hlaut alls tólf Edduverðlaun á uppskeruhátíð ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar sem fram fór í Hörpu í kvöld. Í nær öllum verðlaunaflokkum atti myndin kappi við myndina París norðursins sem hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni.

Úrslit Edduverðlaunanna í heild

Var myndin meðal annars valin kvikmynd ársins auk þess sem leikstjóri myndarinnar, Baldvin Z, hlaut verðlaun fyrir leikstjórn ársins. Þá hlutu Þorsteinn Bachmann og Hera Hilmarsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverkum myndarinnar. Framleiðendur Vonarstrætis eru þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp.

Hér fyrir neðan má sjá alla þá sem hlutu verðlaun fyrir aðkomu sína að myndinni:

Búningar ársins: Margrét Einarsdóttir

Gervi ársins: Kristín Júlla Kristjánsdóttir

Handrit ársins: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson

Hljóð ársins: Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson

Klipping ársins: Sigurbjörg Jónsdóttir

Kvikmyndataka ársins: Jóhann Máni Jóhannsson

Leikari ársins í aðalhlutverki: Þorsteinn Bachmann

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir

Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson

Leikstjórn ársins: Baldvin Z

Tónlist ársins: Ólafur Arnalds

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orka dagsins kallar á athafnir. Þú finnur fyrir krafti og frumkvæði. Hvettu sjálfan þig áfram með jákvæðum hugsunum og láttu ekki litlar hindranir hægja á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orka dagsins kallar á athafnir. Þú finnur fyrir krafti og frumkvæði. Hvettu sjálfan þig áfram með jákvæðum hugsunum og láttu ekki litlar hindranir hægja á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez