„Draumamaðurinn er mér trúr“

Irina Shayk, fyrrverandi kærasta Cristiano Ronaldo.
Irina Shayk, fyrrverandi kærasta Cristiano Ronaldo. AFP

Irina Shayk var öfunduð af konum um allan heim í mörg ár, en sambandi hennar við fótboltakappann Cristiano Ronaldo lauk fyrr á þessu ári. Í viðtali við spænska tímaritið Hola gerir hún upp samband sitt við kappann og má lesa úr því að hún beri honum söguna ekki vel.

„Ég hélt ég hefði fundið draumamanninn en svo var ekki. Ég held að konu líði eins og hún sé ljót ef hún er með rangan mann sér við hlið. Ég var óörugg og mér leið ekki eins og ég væri falleg,“ segir Shayk og fer þá að lýsa draumamanninum sínum: „Draumamaðurinn minn er trúr, heiðarlegur og sannur herramaður sem veit hvernig á að koma fram við konur. Ég hef ekki trú á mönnum sem gera konur óöruggar. Þannig karlar eru bara strákar en ekki fullvaxnir karlmenn,“ segir Shayk. 

Það er svo spurning hvort úr þessum orðum megi lesa sitthvað um hegðun Ronaldo?

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP
mbl.is