Blæðingar bannaðar á Instagram?

Myndin sem Kaur birti á Instagram.
Myndin sem Kaur birti á Instagram. Skjáskot af Instagram

Síðastliðna sólarhringa hefur umræða um geirvörtur kvenna tröllriðið samfélagsmiðlum. Meðal þess sem umræðan beinist að er afhverju geirvörtur kvenna þykja óviðeigandi á samfélagsmiðlum en ekki geirvörtur karla. Geirvörturnar eru þó ekki það eina kvenlega sem ekki má sjást á samfélagsmiðlum því svo virðist sem túrblóð þyki einnig óviðeigandi fyrir augu almennings.

Fyrr í vikunni deildi háskólaneminn Rupi Kaur þessari mynd á Instagram

<div style=" background:#F8F8F8; line-height:0; margin-top:40px; padding:50% 0; text-align:center; width:100%;"> <div style=" background:url(); display:block; height:44px; margin:0 auto -44px; position:relative; top:-22px; width:44px;"></div></div><p style=" color:#c9c8cd; font-family:Arial,sans-serif; font-size:14px; line-height:17px; margin-bottom:0; margin-top:8px; overflow:hidden; padding:8px 0 7px; text-align:center; text-overflow:ellipsis; white-space:nowrap;"><a href="https://instagram.com/p/0ovWwJHA6f/" style=" color:#c9c8cd; font-family:Arial,sans-serif; font-size:14px; font-style:normal; font-weight:normal; line-height:17px; text-decoration:none;" target="_top">A photo posted by Rupi Kaur (@rupikaur_)</a> on <time datetime="2015-03-25T04:02:56+00:00" style=" font-family:Arial,sans-serif; font-size:14px; line-height:17px;">Mar 24, 2015 at 9:02pm PDT</time></p>

 Næsta dag hafði Instagram fjarlægt myndina með þeirri skýringu að hún bryti gegn reglum síðunnar. Myndin er úr ljósmyndaröð sem Kaur gerði með systur sinni sem lokaverkefni fyrir áfanga í háskólanum. Verkefninu mun ætlað að svipta hulu leyndardóms af blæðingum og gera eitthvað sem er náttúrulegt eðlilegt.

Eftir að myndin var tekin út setti Kaur hana aftur inn og benti á að hún bryti í raun ekki gegn uppgefnum reglum Instagram. Í reglunum segir að notendur megi ekki deila efni sem er í annarra manna eigu, sýnir nekt, kynferðislega eða ólöglega hluti eða stuðli að sjálfsskaða og Kaur segir myndina ekki gera neitt slíkt.

Instagram eyddi myndinni aftur og þá deildi Kaur myndinni á Facebook ásamt opnu bréfi til Instagram til að mótmæla að myndin hafi verið tekin út.

„Ég mun ekki biðjast afsökunar á því að stuðla ekki að sjálfsánægju og stolti kvenhatandi samfélags sem vill hafa líkama minn í nærfötum en finnst smávægilegur leki ekki í lagi,“ skrifaði Kaur. Í framhaldinu birti Instagram myndina aftur og bað Kaur afsökunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler