Ísland fékk 14 stig

María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands.
María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands. AFP

Eins og fram hefur komið var það lagið „Heroes“ með Måns Zelmerlöw frá Svíþjóð sem fór með sigur af hólmi í Eurovision í kvöld. 

Nú er ljóst að Svíar voru einnig með flest stig upp úr seinni undankeppninni og að Rússland fékk flest stig í þeirri fyrri. 

Ísland komst ekki upp í aðalkeppnina og varð í 15. sæti af 17 í seinni undankeppninni. Til samanburðar má þess geta að Aserbaídsjan, það lag sem varð neðst í undankeppninni, hlaut 53 stig og lag Svíþjóðar 217 stig. Hægt er að sjá öll stigin á Wikipedia þar sem þau eru færð inn af aðdáendum keppninnar.

Alls voru sjö lög með færri stig en Ísland. Fjögur neðstu lögin í aðalkeppninni komu öll frá löndum sem ekki tóku þátt í forkeppninni og voru öll með undir 14 stigum. Þá voru tvö lönd neðar en Ísland í seinni undankeppninni og eitt í þeirri fyrri.

Ísland fékk fimm stig frá Aserbaídsjan, tvö frá Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Póllandi og eitt frá Litháen. Þess má geta að símaatkvæðagreiðsla Aserbaídsjan var dæmd ógild svo atkvæðin fimm komu öll sem eitt frá dómnefnd landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í stutta stund. Stundum þarf maður að synda á móti staumnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í stutta stund. Stundum þarf maður að synda á móti staumnum.