Færeyingar vilja í Eurovision en fá ekki

Nokkur áhugi virðist meðal Færeyinga á að senda eigin framlög …
Nokkur áhugi virðist meðal Færeyinga á að senda eigin framlög í Eurovision. EBU

Færeyingar fá ekki að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þrátt fyrir vilja þarlendra yfirvalda, þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki. Menntamálaráðherra landsins hefur segir þó enn hægt að snúa stöðunni Færeyingum í hag, sé viljinn fyrir hendi.

Þessu greinir færeyski miðillinn Portal frá. Þar segir að þingmaður Fólksflokksins, Janus Rein, hafi sent Bjørn Kalsø, menntamálaráðherra Færeyja, fyrirspurn um möguleika á þátttöku Færeyinga í Söngvakeppninni. Kalsø svaraði því til að Færeyska ríkissjónvarpið, Kringvarpið, hafi sent fyrirspurn til Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2010 um aðild að samtökunum. Slíkt er forkrafa fyrir þátttökurétt í keppninni en niðurstaðan var að Kringvarpið gæti ekki orðið fullgildur aðili þar sem lög félagsins kveða á um að heimalönd sjónvarpsstöðvanna þurfi að vera sjálfstæð ríki.

Kalsø er þó ekki tilbúinn að slá það út af borðinu að Færeyingar geti einn daginn tekið þátt í keppninni sem fulltrúar eigin þjóðar, hvað sem sjálfstæði líður. Telur hann að ríkisréttarleg staða Færeyinga sé ekki nóg til að neita þeim þátttöku og að verði nógu mikil vinna lögð í málið muni takast að tryggja þeim þátttökurétt.

„Eins og áður segir hefur réttlætingin verið sú að lönd þurfi að vera viðurkennd sem sjálfstæð ríki af Sameinuðu þjóðunum til að taka þátt. En það er lítill vafi á að það er hægt að snúa þessari stöðu okkur í hag, verði nægur styrkur lagður í vinnuna við að ná þessu markmiði,“ segir ráðherrann í skriflegu svari við fyrirspurninni.

Segist Kalsø sjálfur styðja við inngöngu í Kringvarpsins í samtökin en að umsóknin sé ekki pólitísks eðlis heldur eitthvað sem Kringvarpið þurfi að taka að sér.

„Ég styð þátttöku Færeyja í öllum alþjóðlegum keppnum á jafningjagrundvelli við önnur lönd, einnig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,“ skrifar hann.

„Það er ekki beinlínis Menntamálaráðuneytið sem getur tekið málið upp því þar eru, eins og áður segir, ríkissjónvarpsstöðvar sem eru meðlimir. Því er nauðsynlegt að Kringvarp Færeyja, sem er ríkissjónvarpsstöð okkar, sæki um virka aðild á ný eigi okkur að takast að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.“

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant