„Karma er raunverulegt“

Hjólabrettakappinn og Jackass-stjarnan Bam Margera er á leið úr landi. Þetta kemur fram í tísti sem hann setti inn fyrir stuttu. Eins og mbl.is sagði frá í gær var ráðist á Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal í fyrrakvöld, en rapparinn Gísli Pálmi var meðal þeirra sem komu að árásinni.

Iceland Monitor hefur eftir heimildarmanni Vísis að áflogin tengist óuppgerðum sökum Margera og umboðsmannsins Leons Hill. Margera sendi Hill kaldar kveðjur á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem sjá má mynd af honum með glóðurauga og meðfylgjandi texta um að „karma sé raunverulegt“.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/4OpLqcSg8O/" target="_top">Karma is real, leon hill.</a>

A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 3:54am PDT

Vísir hefur eftir Gunnari Hilmarssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að kæra hafi verið lögð fram í málinu og Gísli Pálmi hafi jafnframt verið boðaður til yfirheyrslu.

Fréttir mbl.is:

Ráðist á Bam Margera

Myndband af slagsmálum Gísla Pálma og Bam Margera á netinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant