Sonur Nicks Caves hrapaði til bana

Nick Cave
Nick Cave AFP

Sonur tónlistarmannsins Nicks Caves,  Arthur Cave, hrapaði til bana í heimabæ sínum, Brighton í Sussex, í gær. Arthur Cave var fimmtán ára gamall.

Í frétt Independent kemur fram að pilturinn hafi verið að klifra í klettum í Ovingdean Gap þegar slysið varð.

Arthur fannst lífshættulega slasaður á stígnum fyrir neðan klettavegginn um klukkan 18 en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í Brighton síðar um kvöldið. Ekki leikur grunur á að um annað en hörmulegt slys hafi verið að ræða, að sögn lögreglu. 

Í yfirlýsingu sem foreldrar hans, Nick Cave og eiginkona hans Susie Cave, sendu frá sér í dag kemur fram að þau biðja fólk að veita sér svigrúm til þess að syrgja í friði. 

Auk Arthurs á Cave þrjá syni, Earl sem er tvíburabróðir Arthurs, og tvo syni sem hann átti áður en hann kynntist Susie Bick, Luke, 24 ára, og Jethro, sem er einnig 24 ára í ár.

„Sonur okkar Arthur lést á þriðjudagskvöldið. Hann var fallegur, hamingjusamur ástríkur piltur. Við biðjum um að fá næði sem fjölskyldan þarf til þess að syrgja á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu þeirra hjóna sem send var til fjölmiðla í dag.

Nick Cave, sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu, er vel þekktur tónlistarmaður og hefur hann haldið nokkra tónleika á Íslandi. 

<blockquote class="twitter-tweet">

15-year-old Arthur Cave has died after falling from a cliff. He's the son of singer Nick Cave <a href="http://t.co/8Z1kA4U2II">http://t.co/8Z1kA4U2II</a> <a href="http://t.co/TWjo8Qm8E6">pic.twitter.com/TWjo8Qm8E6</a>

— BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) <a href="https://twitter.com/BBCNewsbeat/status/621298089668775936">July 15, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson