Veitti styrk upp á tvo milljarða

Leonardo DiCaprio er örlátur maður.
Leonardo DiCaprio er örlátur maður. AFP

Sjóður leikarans Leonardo DiCaprio gaf nýverið tvo milljarða íslenskra króna til umhverfisverndar.

DiCaprio er þekktur fyrir örlæti sitt þegar kemur að því að vernda plöntu- og dýraríkið. „Eyðing jarðar heldur áfram og við getum ekki lengur hunsað vandamálið,“ sagði í tilkynningu frá leikaranum.

Samkvæmt Sky News er styrknum skipt á milli Amazon Watch, Save the Elephants, Three People og World Woldlife Fund. Öll þessi samtök eiga það sameiginlegt að vinna að því að leysa stærstu áskoranir mannkyns.

Dicaprio stofnaði sjóðinn árið 1998, ári eftir að myndin Titanic kom út. Sjóðurinn var stofnaður til að fjármagna aðgerðir til að vernda plánetuna og tegundir í útrýmingarhættu. Hann styður nú slík verkefni í um fjörtíu löndum.

Á síðasta ári gerðu Sameinuðu þjóðirnar DiCaprio að friðarleiðtoga með sérstaka áherslu á hlýnun jarðar.

Nú er leikarinn við tökur á myndinni The Revenant undir stjórn leikstjórans Alejandro González.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant