Björk aflýsir tónleikum út árið

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir

Björk Guðmundsdóttir hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að aflýsa tónleikahaldi næstu mánuði, þar á meðal tónleikum á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Jafnframt aflýsir hún tónleikum í Saint-Malo í Frakklandi 15. ágúst og á Pitchfork-tónlistarhátíðinni í París 30. október.

Í tilkynningu kemur fram að vegna óviðráðanlegra skipulagsárekstra geti Björk ekki komið fram á tónleikum sem til stóð að hún stæði fyrir í sumar og haust. Björk hafi verið mjög spennt og hlakkað til tónleikanna. Nýjar dagsetningar fyrir tónleikana verða kynntar um leið og hægt er.

„Skipuleggjendum Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar þykir leitt að tilkynna að fyrirhuguðum tónleikum Bjarkar, sem fara áttu fram í Hörpu dagana 4. nóvember og 7. nóvember, hefur verið aflýst. Björk hefur jafnframt vegna óviðráðanlegra orsaka aflýst öllum tónleikum frá 15. ágúst út árið.

Miðar sem keyptir voru á tónleikana 4. nóvember verða endurgreiddir á næstu dögum. Miðar sem keyptir voru með greiðslukortum verða endurgreiddir sjálfkrafa en aðrir miðahafar á tónleikana 4. nóvember verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.

„Við þurfum því miður, vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, að aflýsa öllum tónleikum Bjarkar sem höfðu verið skipulagðir út árið. Björk var full tilhlökkunar að koma fram á þessum stöðum og því eru það mikil vonbrigði að þurfa að aflýsa tónleikunum. Við vonum að fólk sýni þessu skilning.“

Sjá nánar hér

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins og ástar. Safnaðu upplýsingum, spurðu fólk álits og skoðaðu fjármögnunarleiðir svo draumur þinn verði að veruleika.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins og ástar. Safnaðu upplýsingum, spurðu fólk álits og skoðaðu fjármögnunarleiðir svo draumur þinn verði að veruleika.