Vill auka hlut kvenna í kvikmyndum

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Menntamálaráðherra mun hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta sagði hann á umræðufundi um málefnið sem kvikmyndahátíðin RIFF efndi til í Tjarnarbíói í kvöld. Sagt var frá þessu í tíufréttum Rúv.

Mál­efni þess kyn­halla sem fyr­ir­finnst í ís­lenskri kvik­mynda­gerð hafa verið í umræðunni síðustu ár. WIFT, Kon­ur í kvik­mynd­um og sjón­varpi, hafa verið öt­ul­ar að halda mál­inu í umræðunni og ýtt á eft­ir að kann­an­ir séu fram­kvæmd­ar og þrýst á stjórn­völd að leiðrétta hall­ann.

Í viðtali við Frétta­blaðið tók leik­stjór­inn Baltas­ar Kor­mák­ur upp umræðuna og sagði að hann teldi ráðlagt að setja kynja­kvóta á út­hlut­an­ir úr kvik­mynda­sjóði til að hleypa kon­um inn í kvik­mynda­gerð. Hann sagði bestu leiðina til þess vera þá að auka fram­lög til kvik­mynda­sjóðs á hverju ári í fimm ár. Þannig yrði búin til kvenna­sjóður.

Í kjöl­farið var haft eft­ir Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta­málaráðherra sem fer með mál­efni kvik­mynda­sjóðs, að hann teldi hug­mynd­ir Baltas­ars fram­kvæm­an­leg­ar.

Á fundinum lofaði Illugi því að bregðast við þeirri stöðu að alltof fáar konur séu í kvikmyndagerð. Þá sé metnaður til þess að auka fjárframlög til kvikmyndagerðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Frétt mbl.is: Á að setja kynjakvóta á úthlutanir Kvikmyndasjóðs

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson