Hefst með Sagnasveig

John C. Reilly og Salma Hayek í Sagnasveig, sem verður …
John C. Reilly og Salma Hayek í Sagnasveig, sem verður opnunarmynd RIFF 2015.

Opnunarmynd RIFF í ár, Il racconto dei racconti sem heitir á ensku Tale of Tales og á íslensku Sagnasveigur, verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíói 24. september. Kvikmyndinni leikstýrði Ítalinn Matteo Garrone og í henni fléttast saman þrjú ævintýri sem gerast í jafnmörgum konungsríkjum. Í einu leikur Salma Hayek afbrýðisama drottningu sem fórnar eiginmanni sínum sem John C. Reilly leikur og í öðru fer Vincent Cassel með hlutverk konungs sem heillast af tveimur leyndardómsfullum systrum.

Myndin þykir mikið sjónarspil með seiðkörlum, skrímslum og tröllum og fjölda myndlíkinga. Hún var tilnefnd til Gullpálmans, aðalverðlauna kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, í maí sl. og hefur hlotið almennt lof gagnrýnenda. Hún er lauslega byggð á sögum ítalska skáldsins Giambattista Basiles og bræðir saman raunsæi og súrrealisma. Leikstjóri myndarinnar, Garrone, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum árið 2008 fyrir Gomorrah og kvikmynd hans Reality hlaut Grand Prix-verðlaunin í Cannes fyrir þremur árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson