Viðburðaríkur sólarhringur hjá Balta

Baltasar Kormákur mætti í hádeginu í Norræna húsið.
Baltasar Kormákur mætti í hádeginu í Norræna húsið.

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Baltasar Kormáki leikstjóra sem fylgir nú nýjustu mynd sinni Everest úr hlaði. Í gærkvöldi var hann viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem hefur hlotið glimrandi dóma í dönskum fjölmiðlum. Baltasar hélt heim á leið í morgunsárið og var í hádeginu í dag mættur í Norræna húsið þar sem RIFF kvikmyndahátíð og Reykjavíkurborg standa að stuttmyndanámskeiðinu Stelpur filma.

Námskeiðið, sem er eingöngu ætlað stelpum, miðar að því efla og styðja við hlut kvenna í kvikmyndagerð. Baltasar var vel tekið af yfir 60 stúlkum sem sitja námskeiðið en fékk líka að svara nokkrum krefjandi spurningum eins og hvort nýjasta mynd hans Everest stæðist Bechdel-prófið. Bechdel-prófið er víðtekið próf innan kvikmyndagerðarinnar til að leggja mat á hvort myndir teljist karllægar eða ekki. Baltasar mun svo í kvöld verða viðstaddur sérstaka frumsýningu Everest hér á Íslandi.  

Glæsilegur hópur.
Glæsilegur hópur.
Stemning í hópnum.
Stemning í hópnum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant