Íslensk kona í fyrsta sinn í Big Brother

Ása Ástardóttir er fyrsti íslenski keppandinn í Big Brother.
Ása Ástardóttir er fyrsti íslenski keppandinn í Big Brother. mbl.is/Facebook

Hin íslenska Ása Ástardóttir er þátttakandi í hinum þýsku raunveruleikaþáttum Big Brother. Í gær flutti hún inn í húsið með hinum þátttakendunum þar sem hún mun búa næstu þrjá mánuði, ef vel gengur.

Þættirnir á eru byggðir á skáldsögu George Orwell, 1984, en í þeim er hópur fólks látinn búa saman í húsi þar sem fylgst er með þeim öllum stundum. Þátttakendur fá litlar fréttir af umheiminum á meðan dvöl þeirra stendur. Í viku hverri er einn þátttakandi sendur heim, en sigurvegari þáttanna fær að launum 100.000 Evrur.

Þættirnir eru sýndir á þýsku stöðinni Sixx, en Ása virðist nú þegar vera farin að vekja mikla eftirtekt fyrir sérkennilega siði, líkt og álfatrú.

Ása segir það mikinn heiður að hafa verið valin í þættina, en hún vonast til að geta kynnt þýska áhorfendur fyrir íslenskri menningu. Hún segist jafnframt vongóð um að standa uppi sem sigurvegari þáttanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant