Kendall hvetur konur til að kjósa

Kendall vill að konur nýti kosningarétt sinn.
Kendall vill að konur nýti kosningarétt sinn. mbl.is/Youtube.com

Fyrirsætan Kendall Jenner hvetur konur til að nýta atkvæði sitt í nýju myndbandi frá Independent Journal. Í myndbandinu rifjar Jenner upp sögu Súffragettanna sem börðust fyrir kosningarrétti kvenna, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20.

Þann 26. ágúst 1920 fengu konur að lokum kosningarrétt í Bandaríkjunum, eftir áratuga baráttu, líkt og fram kemur í myndbandinu.

Jenner, sem er 19 ára hvetur konur til að nýta atkvæðisrétt sinn og segist sjálf ætla að „rokka“ atkvæðið sitt. Myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is