Heilinn erfiðar á Everest

Tómas er hjarta- og lungnaskurðlæknir og jafnframt einn forsvarsmanna íslenskra …
Tómas er hjarta- og lungnaskurðlæknir og jafnframt einn forsvarsmanna íslenskra fjallalækna. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson

Tæknibrellur, ástand og ákvarðanataka persónanna í kvikmyndinni Everest verða til umræðu á sérstakri „spurt og svarað“ sýningu á stórmynd Baltasars Kormáks í Sambíóunum í Egilshöll í kvöld.

Munu Baltasar Kormákur, Daði Einarsson tæknibrellustjóri myndarinnar (e. VFX supervisor) og Tómas Guðbjartsson fjallalæknir sitja fyrir svörum en sá síðastnefndi mun einnig stýra umræðum.

„Við ætlum að kryfja myndina svolítið. Balti er auðvitað búinn að setja sig inn í þessa sögu í smáatriðum og ég gerði það reyndar líka,“ segir Tómas. „Í fyrsta lagi ætlum við að kryfja af hverju menn eru að þvælast þarna upp, hvað er það sem drífur það áfram en það sem ég hef mestan áhuga á sem læknir er ekki bara hvernig vöðvar og lungu og hjarta þurfa að erfiða í litlu súrefni heldur líka heilinn.“

Tómas vísar í að göngumenn sem koma fyrir í myndinni hafi brotið gegn reglu um að snúa við væru þeir ekki komnir á toppinn fyrir ákveðinn tíma. Það olli dauðsföllum og setti fjölda annarra göngumanna í hættu.

„Við í félagi íslenskra fjallalækna fórum á Mont De Rosa 2008 en það er hæsta fjallið í Ölpunum, 4.500 metra hátt. Við gerðum einskonar gáfnapróf á okkur þar sem við prófuðum minni og ákvarðanatöku. Við sýndum fram á og birtum í virtu vísindatímariti hvernig þessari hæfni hrakar þegar maður kemur upp í hærri hæð.“

Tómas bendir á að þó svo að göngumenn eyði sex vikum á fjallinu í að aðlaga lungu og hjarta megi ekki gleyma heilanum.

„Mér finnst rosalega spennandi að heilinn þurfi líka sinn tíma og menn átti sig ekki á því að þeir þurfa að velta erfiðum ákvörðunartökum fyrir sér tvisvar. Þetta snýst ekki bara um að ganga upp á Everest, segjum að þú sért að fara á skíði í Vail í Colorado og þú ert kannski ekki vön að skíða brattar brekkur. Svo tekurðu lyftuna upp á fyrsta degi, í tæplega 4.000 metra hæð og ákveður allt í einu að taka erfiðustu svörtu brekkuna, dettur  og brýtur þig. Þú ert að taka ranga ákvörðun í hæð þar sem er minna súrefni, ákvörðun sem þú hefðir kannski ekki tekið við sjávarmál.“

Tómas segir viðburðinn þó alls ekki aðeins ætlaðan áhugamönnum um háloftaveiki enda verður mikil áhersla á tæknibrellurnar í myndinni sem og sýn Baltasars á atburðinn. Miðaverð er 3.000 kr. og rennur ágóði af sýningunni til kaupa á búnaði fyrir Undanfarasveit Landsbjargar í björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar sem auðvelda mun erfið útköll.

Sýningin er haldin í samstarfi við 66°Norður, Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL), Sambíóin og RVK Studios og allir sem að henni koma gefa vinnu sína. Miðar á sýninguna eru seldir á sambio.is og er miðaverð 3000 kr.

Baltasar Kormákur við tökur á Everest.
Baltasar Kormákur við tökur á Everest.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson