Simon Cowell tjáir sig um framhjáhaldið

Simon Cowell og Lauren Silverman.
Simon Cowell og Lauren Silverman. Skjáskot Hellomagazine.com

X-Factor dómarinn Simon Cowell opnaði sig í fyrsta skipti um upphaf sambands hans við unnustu sína og barnsmóður, Lauren Silverman, í viðtali á dögunum.

Þegar parið fór að slá sér upp var Silverman gift Andrew Silverman, sem einnig var góðvinur Cowell. Andrew Silverman sótti síðan um skilnað sökum hjúskaparbrots, en þá bar Lauren barn Cowells undir belti, líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

Cowell segist ekki vera hreykinn af gjörðum sínum.

„Ég er ekki stoltur af kringumstæðunum. Ég get ekki borið höfuðið hátt varðandi þetta.“

Hann viðurkennir einnig að hann hafi ekki ætlað sér að verða faðir, en um leið og hann hafi séð fóstrið í ómskoðun hafi föðureðlið gert vart við sig.

„Ég man þegar ég fór í fyrsta sinn í skoðun með Lauren, þá kallaði ég hann körtu því hann leit út eins og halakarta. Eitthvað „kikkaði“ inn og ég fann fyrir mikilli þörf á að vernda þau bæði.“

Cowell segir einnig að föðurhlutverkið hafi breytt honum, þrátt fyrir að hann sé hugsanlega ekki hinn hefðbundni faðir.

„Ég dái son minn, við fáum hvorn annan til að hlæja. Við leikum okkur við hundana, ég hef kennt honum að deila með sér, biðja vingjarnlega og þakka fyrir sig.“  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant