Hrútabræður bestir í Palm Springs

Siggi Sigurjóns, Grímur Hákonarson og Theodór Júlíusson.
Siggi Sigurjóns, Grímur Hákonarson og Theodór Júlíusson. mbl.is/ Styrmir Kári

Þeir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson hlutu í gærkvöldi Fipresci verðlaunin fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki í kvikmynd á erlendu tungumáli á Palm Springs kvikmyndahátíðinni. Á hátíðinni voru sýndar 180 kvikmyndir frá 60 löndum, þ.á.m. 40 af þeim 80 kvikmyndum sem kepptu um tilnefningu í flokknum „besta kvikmyndin á erlendri tungu,“ fyrir Óskarsverðlaunin.

Verðlaunin hlutu þeir Sigurður og Theódór fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Hrútar eftir Grím Hákonarson.

„Fyrir myrka skoplega neyð sína og þá tilfinningu fyrir sameiginlegri fortíð sem þeir sveipuðu leik sinn og fyrir þá þokkafullu leið sem þeir beindu persónum sínum frá fjandskap til að þurfa á hvor öðrum að halda, deila Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson verðlaununum fyrir Besta leikara fyrir íslensku kvikmyndina Hrútar,“ segir í niðurstöðu dómnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler