Verður Póllandi vísað úr Eurovision?

Pólski sjónvarpsstjórinn er ekki hrifin af Conchitu, fyrrum sigurvegara Eurovision.
Pólski sjónvarpsstjórinn er ekki hrifin af Conchitu, fyrrum sigurvegara Eurovision. mbl.is/AFP

Tilburðir pólsku ríkisstjórnarinnar við að öðlast meira vald yfir opinberum fjölmiðlum gætu leitt til þess að landinu verði úthýst úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Frá þessu greinir Financial Times sem segir Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fylgjast með breytingum í fjölmiðlalögum landsins.

„Ef þeir brjóta gegn lögum SES verður það vandamál,“ sagði Jean Paul Philippot, forseti sambandsins í samtali við miðilinn. Hann varaði við því í gær að Pólland gæti átt það í hættu að vera rekin úr sambandinu og þar með úr Eurovision.

Sambandið hefur þegar varað Pólland formlega við breytingum á lögunum með opinberu bréfi auk þess sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á útskýringar eftir að stærsti flokkur Póllands, PiS, lagði til að ríkissjónvarp og –útvarp landsins myndi heyra beint undir ríkisstjórnina.

Ríkisstjórnin svaraði í gær og sagði framkvæmdastjórnina hafa sett fram óréttmætar ásakanir og kenndu pólitískum hvötum „vinstri vængsins“ um málið.

Jacek Kurski, nýr yfirmaður ríkissjónvarps Póllands og PiS-liði hefur kallað sig „Bull terrier“ vegna hollustu sinnar við flokkinn. Kurski er ekki mikill aðdáandi Eurovision og hefur m.a. sagt Conchitu Wurst dæmi um „(..)menningarlegan ofstopa þar sem félagslegt líkan kynvals er þröngvað í gegn. Það er ekki smekklegt að karl fari í kjól og lími svo á sig skegg.“

Sagði hann Wurst einnig „homo-óþekktan sem vann keppni og var sýning sem réðst á grunn-smekklegheit og grundvöll pólsku fjölskyldunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant