Íslenskir „Fangar“ ferðast víða

Kvennafangelsið í Kópavogi.
Kvennafangelsið í Kópavogi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar náði á dögunum þeim merka áfanga að gerðir voru samningar við allar ríkisstöðvar Norðurlanda, þ.e. RÚV á Íslandi, DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi um sýningar á henni.

Hefur serían einnig selst til Canal+ í Póllandi og sölufyrirtækið Global Screen, sem er eitt stærsta sölufyrirtæki í heimi, eru mjög vongóðir um fleiri sölur um heim allan. En framleiðendur þáttaraðarinnar eru einnig í viðræðum við mjög stóra erlenda aðila í sjónvarpsheiminum um kaup á þáttunum en það skýrist á næstu vikum. 

Þáttaröðin hefur nú þegar hlotið framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og er á síðustu metrunum í fjármögnun og er stefnt á að hefja tökur í maí á þessu ári. Verða Íslendingar fyrstir manna til að sjá seríuna á RÚV næsta vetur.

Upphaf þessarar þáttaraðar, sem verið hefur í þróun í nokkur ár, má rekja til rannsóknarvinnu þeirra  Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í kvennafangelsið í Kópavogi á sínum tíma, en um er að ræða fjölskyldusögu úr íslenskum samtíma.

Í sögunni kynnist áhorfandinn Lindu en líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharðnaða glæpamenn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis.

Með handrit fara Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragasson og mun Ragnar einnig leikstýra seríunni. Framleiðslufyrirtækin Mystery Productions og Vesturport munu sjá um framleiðslu þáttana í umsjón þeirra Árna Filippussonar og Davíðs Óskars Ólafssonar og er RÚV meðframleiðandi.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin