Svanasöngur Bowie beint á toppinn

Bowie á sviði í Frankfurt árið 1983.
Bowie á sviði í Frankfurt árið 1983. AFP

Blackstar, síðasta verk David Bowie, skaust beint á toppinn í Bandaríkjunum og hafðist þar með það sem listamanninum tókst ekki í lifanda lífi; að koma plötu í fyrsta sæti vestanhafs. Með velgengni Blackstar skipar Bowie sér einnig sess í fámennum hóp tónlistarmanna sem hafa átt tvær plötur í fimm efstu sætum Billboard-listans.

Það er safnplatan Best of Bowie sem situr í fjórða sæti listans. Hún kom út árið 2002 en skaust aftur upp vinsældalistana í kjölfar andláts listamannsins.

Blackstar kom út á 69. afmælisdegi Bowie, aðeins tveimur dögum áður en hann lést. Hún hefur hlotið lof gagnrýnenda en í ljós hefur komið að Bowie hugsaði plötuna sem sína hinstu listrænu yfirlýsingu.

Í þessu sambandi er myndbandið við lagið Lazarus sérstaklega athyglisvert, en þar sést Bowie liggja í sjúkrahúsrúmi og að lokum hverfa inn í myrkan skáp.

Þá ber að geta þess að Bowie tókst það sem öðrum hefur ekki tekist í sjö vikur samfellt; að velta Adele af toppinum. Plata hennar 25 situr nú í öðru sæti.

Blackstar fór einnig beint á topp breska listans og er tíunda plata Bowie til að rata þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson