IKEA-apinn Darwin nýtur lífsins

Myndin sem gerði allt vitlaust.
Myndin sem gerði allt vitlaust. Skjáskot af Twitter

Rúm þrjú ár eru liðin síðan mynd af japanska makakí-apanum Darwin var birt á internetinu. Myndin skaut Darwin eða IKEA-apanum upp á stjörnuhimin en á henni var hann klæddur í lítinn drapplitaðan mokkajakka á ráfi um bílastæðið fyrir utan IKEA-verslunina í Toronto í Kanada.

Darwin vakti mikla athygli í netheimum en hundruð netverja deildu af honum myndum í hinum ýmsu aðstæðum. Í Toronto er ekki heimilt að eiga framandi gæludýr líkt og apa og því var Darwin fjarlægður af heimili sínu. Dýraverndunarsinnar tóku við Darwin og fluttu hann í Story Book Farm apagarðinn í Ontario.

Í viðtali við miðilinn The Independent segir Daina Liepa sjálfboðaliði í garðinum að Darwin hafi einungis verið um fjögurra til sex mánaða gamall þegar hann kom í athvarfið. Hann hefur því verið afar ungur þegar hann var numinn á brott frá kynmóður sinni.

Til allra lukku var Darwin fljótur að aðlagast nýju umhverfi í apagarðinum. Hann er nú um þriggja og hálfs árs gamall og hefur stækkað mikið síðan að myndirnar af honum í IKEA fóru á vefinn. Samkvæmt Liepa nýtur hann nú lífsins með því að klifra og hoppa út um allt.

Liepa lýsir Darwin sem miklum karakter og segir hann vera viljasterkan apa. Nýlega var tekin sú ákvörðun að kynna Darwin fyrir tveimur eldri makakí-öpum og verður hann líklega fluttur í sömu girðingu og þeir á næstu dögum.

„Þeir gætu náð vel saman en þetta er eins og með mannfólkið, stundum ganga hlutirnir bara ekki upp,“ segir Liepa. Þá bendir hún á að það sé afar grimmilegt af mannfólki að hafa apa sem gæludýr. „Við reynum að skaffa þeim betra heimili en þeir höfðu áður. Hér eru engar mokkakápur né bleyjur.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Darwins undir myllumerkinu #IKEAmonkey á Twitter. 

Samkvæmt Liepa nýtur Darwin nú lífsins með því að klifra …
Samkvæmt Liepa nýtur Darwin nú lífsins með því að klifra og hoppa út um allt. Mynd af Facebook-síðu Story Book Farm
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler