Þungaðar prinsessur vekja athygli

Viktoría krónprinsessa og Daníel
Viktoría krónprinsessa og Daníel Kungahuset.se

Þær Viktoría krónprinsessa og Sofia prinsessa, eiginkona Carls Phil­ips Svíaprins, vöktu mikla athygli þegar þær komu ásamt eiginmönnum sínum til hátíðarkvöldverðar í sænsku konungshöllinni í gær.

Viktoría og eiginmaður hennar, Daníel eiga von á sínu öðru barni í næsta mánuði en Sofia og Carl Philip eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.

Sofia prinsessa ásamt Carli Philip, prinsi
Sofia prinsessa ásamt Carli Philip, prinsi Kungahuset.se

Öll konungsfjölskyldan, fyrir utan Madeleine prinsessu og eiginmann hennar, Chris O'Neill, var við kvöldverðinn en Madeleine og O'Neill eru búsett í London og áttu ekki heimagengt. Þetta er fyrsta formlega kvöldverðarboðið í konungshöllinni í ár en meðal gesta voru þingmenn, sænska ríkisstjórnin, sendiherrar og fólk úr viðskiptalífinu.

Sylvía drottning og Karl Gústaf, Svíakonungur
Sylvía drottning og Karl Gústaf, Svíakonungur Kungahuset.se

Slúðurmiðlar hafa fylgst grannt með stækkandi kúlu Viktoríu og hefur hún ítrekað verið spurð um hvort hún gangi með tvíbura en hún neitar að svo sé. Eins hefur hún ekki viljað upplýsa um hvort Estelle, fjögurra ára, eigi von á litlum bróður eða systur. Svaraði hún spurningum fréttamanna í fyrra á þá leið að Estelle langi mest í hamstur.

Hér er hægt að lesa nánar um boðið, til að mynda matseðilinn og skoða fleiri myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson