Bjargaði sjaldgæfri skjaldböku

Skjaldbökunni var stolið í þeim tilgangi að selja á svörtum …
Skjaldbökunni var stolið í þeim tilgangi að selja á svörtum markaði. Af Facebooksíðu lögreglunnar í Perth

Skjaldböku sem stolið var úr dýragarðinum í Perth í Ástralíu síðastliðinn þriðjudag hefur nú verið skilað til síns heima.

Skjaldbakan er af tegund sem er í útrýmingarhættu og var stolið í þeim tilgangi að selja á svörtum markaði. Verðmæti hennar er talið í þúsundum ástralskra dala. 

Á vef BBC kemur fram að kaupandinn hafi líklega ekki gert sér grein fyrir að skjaldbakan væri þýfi. Þegar hann komst að því að skjaldbakan væri af fágætri tegund kom hann dýrinu til lögreglunnar sem skilaði henni til síns heima eftir stutta læknisskoðun. Við heimkomuna í dýragarðinn fékk skjaldbakan að gæða sér á uppáhaldsmatnum sínum, kexi og jarðarberjum.

Lögreglan birti mynd af skjaldbökunni á facebooksíðu sinni og þakkaði miskunnsama Samverjanum fyrir að koma hinni 10 ára gömlu skjaldböku til hjálpar, en hann þurfti að greiða talsverða upphæð fyrir.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem skjaldbaka af þessari sjaldgæfu landskjaldbökutegund hverfur úr dýragarðinum, árið 2011 var tveimur skjaldbökum stolið úr garðinum.

We are happy to announce the critically endangered tortoise that was stolen from Perth Zoo has been recovered by...

Posted by Central Metro District - WA Police on Saturday, February 6, 2016
Af Facebooksíðu lögreglunnar í Perth
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant