„50% áhrifameiri en Kubrick og Picasso“

Kanye West þykir hafa sýnt af sér undarlega hegðun upp …
Kanye West þykir hafa sýnt af sér undarlega hegðun upp á síðkastið. AFP

Rapparinn Kanye West hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið, en hegðun hans hefur á tíðum verið fremur sérkennileg.

Frétt mbl.is: Þolir ekki tuðið í Kanye West

Nýjustu fregnir herma að rapparinn hafi skeytt skapi sínu á starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar NBC skömmu áður en hann steig á svið þáttarins Saturday Night Live. Þá á hann að hafa ausið fúkyrðum yfir viðstadda, áður en hann hótaði að storma á brott.

Enn fremur á hann að hafa lýst því yfir að hann sé 50% áhrifameiri en Stanley Kubrick, Picasso og eiturlyfjabaróninn  Pablo Escobar. Þá sagðist hann líka vera mun áhrifameiri en Páll Postuli, en fréttasíðan Page Six birti hljóðupptöku sem tekin var upp án vitundar rapparans.

Frétt mbl.is: Segir Kanye þurfa á hjálp að halda

Ónefndur heimildarmaður tímaritsins People heldur því þó fram að West hafi ekki verið að öskra á starfsfólk þáttarins, heldur hafi hann eingöngu kunnað illa við breytingarnar á sviðsmyndinni.

„Hann hafði eytt öllum deginum í æfingar og hafði lagt hart að sér. Miklar breytingar voru gerðar á sviðinu hálftíma áður en hann átti að koma fram og því skiljanlegt að hann hafi verið í uppnámi enda var hann ekki spurður álits.“

Frétt mbl.is: Kanye þrábiður Zuckerberg um peninga

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson