Jamie Oliver á Íslandi

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver.
Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver.

Stjörnusjónvarpskokkurinn Jamie Oliver er nú staddur á Íslandi.  Samkvæmt heimildum mbl.is fékk hann sér að borða á Sægreifanum í kvöld, en einnig sást til hans á Grillmarkaðinum.

Oliver hefur áður komið til landsins og kíkti þá meðal annars á veitingastaðinn 3frakka.

Er Oliver þekktastur fyrir matreiðslusjónvarpsþætti sína, matreiðslubækur og baráttu fyrir betri vitund neytenda um þann mat sem þeir neyta.

mbl.is