Ísland áfangastaður í brúðkaupsferð

Miley Cyrus og Liam Hemsworth voru par í fjögur ár. ...
Miley Cyrus og Liam Hemsworth voru par í fjögur ár. Nú virðast þau aftur vera komin á fast saman og jafnvel gift. AFP

Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth horfa til þess að fara í brúðkaupsferð til Íslands til skoða eldfjöll áður en haldið er til Parísar og Ítalíu. Þetta er haft eftir heimildarmanni tengdum parinu sem ljóstraði þessu upp í samtali við Life & Style magazine.

Reyndar er ekki alveg ljóst hvort Cyrus og Hemsworth séu gift eða ekki, en erlendir fréttamiðlar velta nú fyrir sér hvort þau hafi látið pússa sig saman yfir hátíðirnar í heimalandi Hemsworth, Ástralíu.

Frétt mbl.is: Miley Cyrus og Liam Hemsworth gift?

Giftingin er sögð hafa verið mjög leynileg og jafnvel nokkuð afslöppuð á stönd í Ástralíu þar sem fjölskylda Hemsworth var viðstödd. Ekki er þó gert ráð fyrir að brúðkaupsferðin verði jafn afslöppuð samkvæmt heimildarmanninum sem segir Hemsworth vilja gera þett að draumaferð Cyrus og að hún muni taka einn mánuð. Nú er bara að bíða og sjá hvort Cyrus dúkki upp hér á landi á árinu.

mbl.is