Borðuðu köku með prinsessunni

Börnin stilltu sér upp til að heilsa prinsessunni.
Börnin stilltu sér upp til að heilsa prinsessunni. Skjáskot úr myndbandinu

Myndband sem sýnir barnahóp í konunglegu teboði hefur vakið mikla lukku í Svíþjóð.

Madeleine prinsessa og tveggja ára dóttir hennar, Leonore prinsessa, stóðu fyrir veislunni í konungshöllinni í Stokkhólmi fyrir hönd góðgerðarfélagsins Min Stora Dag.

Madeleine er einn verndara félagsins sem hefur að yfirlýstu markmiði að láta bæði minni og stærri drauma langveikra barna rætast.

12 börn á aldrinum fimm til átta ára fengu boð í höllina til að njóta þess að vera prinsar og prinsessur í einn dag. Madeleine skartaði sínu fínasta pússi, íklædd sama kjól og hún klæddist á Nóbelsverðlaununum í nóvember og að sjálfsögðu fylgdi kórónan með.

„Við Leonore áttum yndislegan eftirmiðdag,“ skrifaði hún á Facebook eftir viðburðinn. 

Sagokalas på Stockholms Slott med Prinsessan Madeleine och Min...

Första unika filmen från sagokalaset på Stockholms Slott som Min Stora Dag arrangerade tillsammans med Prinsessan Madeleine. 12 barn med svåra sjukdomar, från hela Sverige, lekte med Prinsessan, underhölls av Tobbe Trollkarl, åt tårta och fiskade fiskdamm. Var med och förverkliga fler önskedrömmar, swisha en gåva till 123 900 5133.

Posted by Min Stora Dag on Tuesday, February 23, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant