Framleiðandi Spotlight skorar á páfann

Sugar tók við verðlaunum fyrir bestu myndina ásamt einvala leikaraliði.
Sugar tók við verðlaunum fyrir bestu myndina ásamt einvala leikaraliði. AFP

Kvikmyndin Spotlight, sem fjallar um rannsókn blaðamanna The Boston Globe á barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar, hlaut óvænt verðlaun fyrir bestu myndina á Óskarshátíðinni í gær.

Kvikmyndin bar þannig sigurorð af keppinautum sínum, The Big Short, Bridge of Spies, Brooklyn, Mad Max: Fury Road, The Martian, Room og The Revenant.

Í þakkarræðu sinni sagðist Michael Sugar, framleiðandi myndarinnar, vona að hún myndi senda sterk skilaboð til Vatíkansins, en meðferð þess á þolendum kynferðisofbeldis af hálfu presta var gagnrýnd harðlega í myndinni.

„Þessi mynd gaf eftirlifendum rödd. Og þessi Óskar magnar styrk raddarinnar, sem við vonum að verði að kór sem muni svo enduróma alla leið til Vatíkansins,“ sagði Sugar. „Frans páfi, það er tími til kominn að vernda börnin og endurreisa trúna á ný.“

Michael Sugar ánægður með Óskarinn í hendi.
Michael Sugar ánægður með Óskarinn í hendi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson