Gleymdi að þakka kærastanum

Alicia Vikander hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun í nótt, fyrir leikinn …
Alicia Vikander hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun í nótt, fyrir leikinn í kvikmyndinni The Danish Girl. AFP

Alicia Vikander fékk sín fyrstu Óskarsverðlaun í nótt fyrir leik í kvikmyndinni The Danish Girl. Leikkonan þusti á svið til að taka á móti styttunni og þakkaði pent fyrir sig en athygli vakti að hún minntist ekki einu orði á kærastann, leikarann Michael Fassbender.

Vikander og Fassbender hafa farið sérlega leynt með samband sitt, en þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár. Þau stóðust þó ekki mátið í gær þegar Fassbender smellti rembingskossi á Vikander áður en hún hélt upp á svið til að sækja gripinn.

Margir bjuggust því við að leikkonan myndi minnast á Fassbender í þakkarræðu sinni, en þegar upp var komið þakkaði hún meðleikurum, samstarfsfólki sem og leikstjóra kvikmyndarinnar. Þá lét hún einnig nokkur vel valin orð falla um foreldra sína sem hún segir hafa staðið við bakið á sér og að lokum klykkti hún út á sænsku, þegar hún þakkað öllum vinum sínum í Svíþjóð kærlega fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant