Björk sigursæl á Tónlistarverðlaununum

Það var margt um manninn á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld.
Það var margt um manninn á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. Árni Sæberg

Björk Guðmundsdóttir var sigursæl á Íslensku tónlistaraverðlaununum sem afhent voru í Hörpu í kvöld. Tónlistarkonan dáða hlaut alls fern verðlaun en hún var útnefnd textahöfundur ársins og popp/rokk söngkona ársins og þá var plata hennar, Vulnicura, var nefnd popp plata ársins. Þar að auki deildi hún verðlaunum fyrir upptökustjórn ársins með Arca og The Haxan Cloak fyrir fyrrnefnda plötu.

Of Monsters and Men hlutu tvenn verðlaun, sem flytjandi ársins í flokki popp- og rokktónlistar og fyrir lagið Crystals sem útnefnt var lag ársins.

Agent Fresco fékk verðlaun fyrir plötuna Destrier sem valin var rokkplata ársins og söngvari sveitarinnar, Arnór Dan, var útnefndur söngvari ársins í flokki popp og rokk tónlistar.

Í flokkunum sígild- og samtímatónlist og djass og blús var niðurstaðan nokkuð jafnari þar sem enginn hlaut fleiri en ein verðlaun.

Bjartasta vonin var útnefnd í öllum þremur flokkunum. Í flokki sígildrar og samtímatónlistar var það Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri og hljóðfæraleikari sem bar sigur úr býtum. Sama titil hlaut Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari í djass og blús flokki og í flokki popp- og rokktónlistar varð Sturla Atlas fyrir valinu.

Heiðursverðlaun hlaut Kristinn Sigmundsson, söngvari.

Lista yfir alla verðlaunahafa má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant