Keith Emerson látinn

Keith Emerson við hljómborðsleik árið 2004.
Keith Emerson við hljómborðsleik árið 2004. AFP

Breski hljómborðsleikarinn og progrokk goðsögnin Keith Emerson er látinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrum hljómsveit hans, Emerson, Lake and Palmer.

„Okkur þykir leitt að tilkynna að Keith Emerson lést í nótt á heimili sínu í Santa Monica í Los Angeles,“ segir á Facebook-síðu sveitarinnar.

Emerson hefur lengi verið virtur sem einn besti hljómborðsleikari progrokk-tímabilsins.

Fyrrum hljómsveitarfélagi hans, Carl Palmer, segir á Facebook-síðu sinni: „Ég er mjög hryggur yfir tíðindum af andláti míns góða vinar og tónlistarbróður, Keith Emerson.

Keith var ljúf sál og um ókomin ár mun ekkert jafnast á við ást hans á tónlist og þá ástríðu sem hann sýndi sem hljómborðsleikari.“

Emerson fæddist í Jórvíkurskíri á Englandi árið 1944 en BBC greinir frá andláti hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson