Spotify semur við bandaríska útgefendur

Spotify hefur verið á milli tannanna hjá fólki í tónlistargeiranum …
Spotify hefur verið á milli tannanna hjá fólki í tónlistargeiranum undanfarin ár. AFP

Tónlistarveitan Spotify og bandarískir tónlistarútgefendur náðu í dag samkomulagi um réttindagreiðslur fyrir umbjóðendur útgefendanna. Með þessu kemst Spotify hjá málaferlum sem ljóst þótti að gætu orðið félaginu dýr.

Samtök tónlistarútgefenda í Bandaríkjunum greindu frá samkomulaginu, en þar er meðal annars kveðið á um greiðslur vegna laga þar sem erfitt hefur verið að bera kennsl á höfundinn.

Spotify hefur undanfarin ár fengið mikla gagnrýni frá tónlistarmönnum sem telja að fyrirtækið greiði mjög lágt gjald fyrir hlustun notenda þjónustunnar, sérstaklega í tilvikum þar sem höfundar séu óþekktir. Með samkomulaginu mun Spotify senda samtökunum ótilgreinda upphæð vegna þessara laga, en AFP fréttastofan hefur eftir heimildarmanni að núverandi greiðslur vegna málsins væru um 16 milljónir dala og myndu hækka um 5 milljónir með samkomulaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson